fbpx

Skilmálar Herra Snjall 

  

Meginupplýsingar 

Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu Snjalltæki ehf til neytenda undir formerkjum Herra Snjall. Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Skilmálinn og aðrar upplýsingar á www.herrasnjall.is eru einungis fáanlegar á Íslensku. Um neytendakaup þessi er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.  

Skilgreining 

Seljandi er Snjalltæki ehf., kennitala: 7005180270, virðisaukaskattsnúmer 131672. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla í vefverslun Herra Snjall. 

Skilmálar og persónuvernd 

Þegar þú heimsækir vefinn Herrasnjall.is þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. Herra Snjall virðir friðhelgi persónuupplýsinga og því miðlum við þeim upplýsingum sem safnast, ekki til ótengdra aðila. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi. 

Eigandi HerraSnjall.is er Snjalltæki ehf, kt. 700518 0270, Krókhálsi 6, 110 Reykjavík. VSK númer: 131672. 

Viðskiptareglur 

 • Skilatími vöru er 14 dagar og endurgreiðist með inneignarnótu. 

 • Sérpöntuðum vörum er ekki hægt að skila 

 • Vöru er einungis hægt að skipta eða skila gegn framvísun reiknings. 

 • Vöru er einungis hægt að skila í upprunalegum umbúðum og í söluhæfu ástandi. 

 • Almennur ábyrgðartími vöru er tvö ár fyrir einstaklinga en eitt ár fyrir fyrirtæki og lögaðila. 

 • Útsöluvöru er hvorki hægt að skila né skipta. 

 • Heimlán er hægt að fá gegn kreditkortatryggingu og er skiladagur innan þriggja daga. 

 • Inneignarnóta gildir í tvö ár. 

 • Gjafabréf gildir í tvö ár. 

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur 

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Herra Snjall með spurningar. 

Herra Snjall áskilur sér rétt til að sannreyna ástand vörunar og ef að hún telst ekki í söluhæfu ástandi, getur Herra Snjall hafnað endurgreiðslu án fyrirvara.  

Verð 

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Skattar og gjöld 

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 

Pöntun 

Pöntun eru bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval, verðlagningu og lager stöðu hverju sinni. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup. Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef að kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einng ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun. Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem að hægt er að afþakka eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í samræmi við það sem seljandi bauð upp á. 

Upplýsingar 

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Vöruúrval getur verið mismunandi á milli vefverslunar og verslunar. 

Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef að varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni. 

Greiðsla 

Öll viðskipti við Herra Snjall miðast við staðgreiðslu á staðnum, hvort sem að það á við útselda vinnu, þjónustu eða vörur. Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu, greiðslukorti eða skuldfærslu á viðskiptareikning. Ef greitt er með greiðslukorti eða skuldfærslu á  viðskiptareikning er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager. Ef greiðsla fyrir vefpöntun berst ekki innan 1 klukkustund, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. Ef greitt er með bankamillifærslu er pöntun sett í tiltekt þegar millifærsla hefur verið staðfest af starfsmanni. Allar vanefndir á greiðslum fara í innheimtu til Inkasso.  

Reikningsviðskipti 

Hægt er að óska eftir reikningsviðskiptum við Herra Snjall. Slíkar beiðnir skulu berast með skriflegum hætti á netfangið herrasnjall@herrasnjall.is og þar þarf að koma fram. Nafn fyrirtækis, kennitala, netfang og sími. Með slíkri umsókn samþykkir viðkomandi fyrirtæki að Herra Snjall megi leita til Credit Info til áreiðanleikakönnunar. Ábyrgðarmaður lánaviðskipta þarf einnig að vera til staðar og þar þarf að koma fram nafn, kennitala, netfang og sími. Herra Snjall áskilur sér rétt til að hafna öllum þeim beiðnum að reikningsviðskiptum sem Herra Snjall telur ekki uppfylla sínar áreiðanleika kröfur. Almennt tekur um 30 daga að fara yfir beiðnir um reikningsviðskipti.  

 

Afhending vöru 

Allar vörur eru afgreiddar innan þriggja virkra daga frá pöntun eða í samkomulagi við viðskiptavini hverju sinni. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Hægt er að sækja pöntun til Herra Snjall, að Krókhálsi 6 eða fá pöntuna send með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Snjalltæki / Herra Snjall ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Herra Snjall til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

Ef óskað er eftir að geyma ósótta vöru í vöruhúsi Herra Snjall er geymslutími að hámarki 2 vikur, ef óskað er eftir að geyma vöru lengur en það er krafist mánaðarlegt geymslugjalds sem um nemur 5% af upphæð vörunnar. 

 

Yfirferð á vörum 

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu og ógallaðar. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru við afhendingu,. Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 14 daga. Eftir 14 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda. Í flestum tilfellum felur það í sér athugun hjá viðurkenndum þjónustuaðila.  

Réttur við galla eða vöntun 

Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan 7 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. Réttur neytenda (með neytenda er átt við einstakling utan atvinnustarfsemi) til að fá galla bættan er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.  

Ábyrgð 

Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga utan atvinnustarfsemi. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsettningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup lög nr 50/2000. Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu sé framvísað. 

  

Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækis eða notkunar á rekstrarvörum þ.e.a.s. hún nær ekki til tækja sem eðlilegt þykir að endist skemur en 2 ár. En almennur  kvörtunarfrestur er 2 ár. Til að mynda er rafhlaða fartölva og farsíma rekstrarvara og getur þurft að endurnýja fyrir lok vélbúnaðar ábyrgðar. Fartölvu/farsímaframleiðandi veitir þó að lágmarki 6 mánaða ábyrgð óháð notkun á rafhlöðum (sýna þarf fram á að um galla sé að ræða sé varan eldri en 6 mánaða en ekki t.d eðlilegt slit.) Eðlilegt er að endurnýjun geti átt sér stað bilinu 6-24 mánaða. Ábyrgð fellur úr gildi ef tækið hefur verið opnað eða átt hefur verið við það án yfirumsjónar/samþykkis seljanda þrátt fyrir að þar hafi verið að verki verkstæði og/eða viðurkenndur aðili. Ábyrgðin fellur einnig niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar og er kaupanda bent á að lesa gaumgæfilega leiðbeiningar eða handbók skvt. 10. grein þessa skilmála. Ekki er ábyrgð á hugbúnaði eða öðrum óáþreifanlegum hlutum (hlutum sem hafa áhrif á eiginleika tækisins eins og vírusar og annað sem ekki er hægt að rekja til framleiðanda). 

Í sumum tilfellum eru einstakar vörur eða vörumerki með lengri ábyrgðartíma. Í þeim tilfellum sem það á við er slíkt tekið fram. 

Seljandi er ekki skuldbundinn til að taka þátt í viðgerðarkostnaði, gefa afslætti, skipta út vöru o.s.frv. eftir að ábyrgðartíma lýkur. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, þó innan eðlilegra tímamarka. Ef að til úrlausnar ábyrgðar kemur, er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni 

  

Persónuvernd 

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang. 

Eignarréttur 

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist. 

Úrlausn vafamála 

Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda. 

 

Útseld þjónusta og upplýsingar um gjaldtöku

Öll útseld vinna er eftir verðskrá Herra Snjall. Verð fer eftir umfangi verksins hverju sinni og eru viðskiptavinir Herra Snjall beðnir um að kynna sér verðskrá Herra Snjall áður en þjónusta er pöntuð. Herra Snjall rukkar ávallt að lágmarki 16.995 krónur með virðisauka fyrir að mæta á verkstað, per tæknifulltrúa. 

 

Almennt útkall kostar 16.995 krónur og innifalið í verði er virðisauki, lágmarks verkfæri, hálftími á verkstað og akstur til og frá verkstað, (innan höfuðborgarsvæðisins eða að hámarki í 15 kílómetra fjarlægð frá starfsstöð Herra Snjall sem er á Krókhálsi 6, 110 Reykjavík, 186 kr.- m/vsk per km). Herra Snjall áskilur sér rétt að hafna verkum eða innheimta auka akstursgjald fyrir verk sem eru í yfir 15 kílómetra fjarlægð frá starfstöð Herra Snjall. Eftir fyrsta hálftímann er rukkað í einingum eftir verðskrá og er hver eining 0,5 klukkustund og kostar hún 5.998 krónur með virðisauka. 

 

Undir almennt útkall fellur til tæknileg aðstoð við sjónvarp, myndlykill, apple tv, android box og þurrkari (beint tenging þurrkara við niðurfall kostar aukalega).  

 

Sérfræði útköll kosta 19.995 krónur og innifalið í verði er virðisauki, lágmarks verkfæri, hálftími á verkstað og akstur til og frá verkstað, (innan höfuðborgarsvæðisins eða að hámarki í 15 kílómetra fjarlægð frá starfsstöð Herra Snjall sem er á Krókhálsi 6, 110 Reykjavík, 186 kr.- m/vsk per km). Herra Snjall áskilur sér rétt að hafna verkum eða innheimta auka akstursgjald fyrir verk sem eru í yfir 15 kílómetra fjarlægð frá starfstöð Herra Snjall. Eftir fyrsta hálftímann er rukkað í einingum eftir verðskrá og er hver eining 0,5 klukkustund og kostar hún 5.998 krónur með virðisauka. 

 

Undir sérfræði útkall fellur tæknileg aðstoð við hljóðkerfi, snjalltæki, netbúnað, þvottavélar og öll sérhæfð þjónusta sem að viðskiptavinur pantar.  

 

Herra Snjall áskilur sér rétt til aukinnar gjaldheimtu á tækjum og jaðarbúnaði sem eru stór í sniðum, sem dæmi sjónvörp 65” tommur að stærð og stærri. Tvöfaldir ísskápar.  

 

Rukkað er sérstaklega fyrir alla smáhluti, íhluti, skrúfur, festingar og annað sem til þarf til uppsetninga á tækjum.  

 

Í útköllum þá er um að ræða standsetningu á tækjum í sinni einföldustu mynd, tæki eru tengd við rafmagn og internet sé það í boði. Ef á að tengja fleiri en eitt tæki saman þá getur það falið í sér aukna vinnu og þá er miðast við gjaldskrá Herra Snjall um útselda vinnu. Þau tæki sem átt er við eru sjónvarp, myndlyklar, leikjatölvur, tölvur, heimilistæki, þvottavélar, þurrkarar og annan snjall jaðarbúnað.  

 

Fyrir útselda vinnu utan verðskrá er viðskiptavinum bent á að hafa samband við Herra Snjall í S: 519 9697, eða herrasnjall@herrasnjall.is og óska eftir tilboði og upplýsingum.  

 

 

Verklok

Að verki loknu fer tæknifulltrúi yfir verkið með viðskiptavin og sannreynir að þjónustan sé í samræmi við þá þjónustu sem að hann pantaði. Herra Snjall áskilur sér rétt til að óska eftir undirskrift viðskiptavinar sem þá samþykkir þjónustuna og jafnframt verklok. Með verklokum er átt við að þjónusta og vinna Herra Snjall er með öllu lokið og Herra Snjall áskilur sér rétt til að neita allri umfram þjónustu án auka greiðslu sem kann að koma upp eftir að þjónustu hefur verið lokið. Reynt er eftir fremsta megni að leysa öll þau ágreningsmál sem geta komið upp eftir að þjónustu er lokið, ella er málinu vísað til þar til gerða dómstóla í umdæmi Herra Snjall.  

 

 

Verktakar

Herra Snjall getur haft milligöngu um verktaka, svo sem smiði, pípara, rafvirkja og aðra iðnaðarmenn fyrir viðskiptavini. Slíkt er ávallt gert í fullu samráði við viðskiptavini. Slíkir verktakar starfa á eigin verðskrá og eru viðskiptavinir beðnir um að kynna sér þá taxta sem eiga við hverju sinni. Áður en þeir samþykkja kaup á vinnu frá þriðja aðila, hvort sem á við í gengum Herra Snjall eða óbeinar ábendingar. Herra Snjall ber enga ábyrgð á því tjóni sem kann að hljóta við vinnu þriðju aðila verktaka. Hvort sem það á við lausafjármuni eða innanstoksmuni viðskiptavinar.  

 

 

 

Gjaldtaka 

Um gjaldtöku fyrir þjónustu skal fara eftir gildandi viðmiðunarverðskrá Herra Snjall, á hverjum tíma nema um annað sé samið.  Með vísan í viðmiðunarverðskrá Herra Snjall er minnsta innheimta eining tíma fyrir vinnu, 0.5 klukkustund. 

Reikningar skulu vera sundurliðaðir og eftir atvikum studdir fylgiskjölum þannig að hægt sé að sannreyna þá.  Þjónustusali skal tilkynna um breytingar á verði með minnst innan 7 daga, þá með skriflegum fyrirvara.  Útgáfudagur reiknings skal vera gjalddagi hans og eindagi 1 – 20 dögum síðar. 

Verði vanskil á greiðslum er þjónustusala heimilt að senda reikninga til Inkasso til innheimtu eða reikna dráttarvexti sem Seðlabanki Íslands birtir.  Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef greitt er eftir eindaga.  Samningar falla sjálfkrafa úr gildi við gjaldþrot annars hvors samningsaðila. 

Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast Herra Snjall á herrasnjall@herrasnjall.is án tafar og eigi síðar en á eindaga reiknings. Teljast reikningar ella samþykktir að hálfu viðskiptavinar.  Ef upp kemur ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptavini einungis heimilt að halda eftir greiðslu sem nemur þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er uppi um.  Aðilar skulu leitast við að leysa úr ágreiningi um fjárhæðir sem skjótt sem auðið er. 

Herra Snjall sendir út reikninga sína með rafrænum hætti nema óskað sé sérstaklega eftir öðru. 

Útköll 

Innan skilgreinds dagvinnutíma, frá kl. 09:00 – 17:00 gildir almennur taxti fyrir tæknifulltrúa Herra Snjall með vísan í gildandi viðmiðunarverðskrá á hverjum tíma.  Fyrir utan þann tíma reiknast 80% álag á útselda tíma. 

Innheimta fyrir vinnu utan samnings skal innheimt að lágmarki fyrir 2 klst. . 

Útkall um helgar                                                                                Innheimt að lágmarki 4 klst. 

Trúnaður 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Um vörukaup gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Ef kaupandi er fyrirtæki gilda lög um þjónustukaup nr. 42/2000. 

Vafrakökur 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja góða upplifun fyrir notendur. Vafrakaka (e. Cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir þennan vef. Upplýsingarnar í kökunni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu og þær upplýsingar til að bæta vefinn, þjónustuna o.fl. 

Með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar þú vefnum m.a. 

 • að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður og sníða þá leit, þjónustu, ofl. í samræmi við fyrri notkun og stillingar 

 • að safna saman tölfræðilegum upplýsingum sem notaðar eru til gefa innsýn til að bæta vefsvæðið og þjónustuna 

 • að birta notendum auglýsingar 

 • að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um vefinn 

Við notum Google Analytics til að til vefmælinga. Upplýsingar sem Google Analytics safnar eru ekki persónugreinanlegar upplýsingar. Við notum Facebook og Google Ads til að mögulega birta auglýsingar til notenda sem heimsótt hafa vefsvæðið en það er gert án þess að notast við persónugreinanlegar upplýsingar. 

Ef þú vilt ekki heimila slíkt getur þú slökkt á þeim í stillingum í vafranum. Góðar upplýsingar um stillingar á vafrakökum er að finna hér: www.allaboutcookies.org 

Meðferð persónuupplýsinga 

Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, kennitölu, netfangi og símanúmeri í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér, skráningu á póstlista eða vegna annarra samskipta við þig.Einnig fjármálatengdar upplýsingar og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengdar upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir. Allar persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té eða kunna að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við lög 90/2018 um persónvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð ESB nr. 2016/679. 

Við leggjum okkur fram um að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna, hvort sem þær upplýsingar eru fengnar og/eða geymdar fyrir milligöngu netsins eða ekki. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, óviðkomandi fái aðgang að þeim, þær verði opinberaðar, afritaðar, notaðar, þeim breytt eða eytt. Vefurinn notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag. Það gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari. 

SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta. 

Óskir þú frekari upplýsingar eða viljir láta eyða gögnum um þig hafðu þá samband við herrasnjall@herrasnjall.is 

 

 

Reykjavík 1. ágúst 2021