Við hjá Herra Snjall höfum ástríðu fyrir tækni og elskum að taka ný tæki úr kassanum, setja þau á sinn stað og stilla þau. Við stofnuðum fyrirtækið með það að leiðarljósi að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum við þessi verk, fólki sem á kannski erfitt með það sökum skorts á tíma, skortir kunnáttuna eða jafnvel vegna líkamlegrar getu.
Herra Snjall sérhæfir sig í tæknilegri þjónustu fyrir heimili og fyrirtæki, við aðstoðum með tölvur, síma, netbúnað, sjónvörp, hljómflutningstæki og annara tækja inn á heimili viðskiptavina.
Endilega fylltu út formið hér á síðunni.
Þú getur einnig hringt í síma 519 9697. Tæknimaður hefur síðan samband og fer yfir verkferlið og bókar tíma sem hentar.
Þú varst að kaupa nýtt tæki inn ná heimilið og vantar aðstoð við að tengja eða setja tækið upp og hefur að sjálfsögðu samband við Herra Snjall.
Við förum með þér yfir verkefnið, hvað það er sem þig vantar aðstoð við, síðan upplýsum við þig um kostnaðinn og bókum tíma fyrir vinnuna.
Tæknimaður okkar mætir til þín á þeim degi og tíma sem við bókuðum. Tæknimaðurinn mætir með allan þan búnað sem þarf til verkefnisins og þegar verkinu er lokið er farið yfir að allt virki sem skyldi og þér kennt á öll helstu atriðin.